blank

Um öryggisfræðslu AwareGO

Um öryggisfræðslu

Fyrirtæki hafa almennt horft til  virusvarna og eldveggja til að auka öryggi gagna sinna.  Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að yfir 95% af gagnalekum byrja hjá starfsfólkinu sjálfu og því gagnast tæknilausnirnar lítið.  Vitund á þessu vandamáli er hins vegar að aukast og því er öryggisvitund orðið eitt af heitustu málunum í gagnaöryggi í dag.

Vörurnar okkar eru stutt myndbönd sem eru um 1 mínúta að lengd og fjalla um mismunandi hluti, en skilja eftir sig kröftug skilaboð.  Mannlega vírusvörnin er að okkar mati sú sterkasta sem völ er á.

Persónuverndarlögin (GDPR)

Fyrirtæki verða eftir komu persónuverndarlaga í maí 2018 að sinna fræðsluhlutverki þar sem starfsmenn eru upplýstir um upplýsingaöryggi og skref til að tryggja það.  Fræðsla á vegum AwareGO uppfyllir þessar kröfur um fræðslu til starfsmanna að mestu leyti.

Því teljum við að stutt myndbönd eru einföld og ódýr lausn til að leysa þessa þörf!

Notkun á myndböndum AwareGO

Myndböndin hafa verið notuð af flestum stórfyrirtækjum landsins og hefur gefið góða raun. Erlendis hafa m.a. Barclays banki, Credit Suisse og Oregon fylki í bandaríkjunum notað ensku útgáfuna af myndböndunum. Gróft áætlað er talið að um 2 milljónir manna hafi aðgang að efni AwareGO, þar af um 25.000 á Íslandi.

Myndböndin eru mjög vel til þess fallin að nota til að fræða starfsmenn fyrirtækja um upplýsingaöryggi á einfaldan og fljótlegan háttt.

Svarform fyrir sveitarfélög

 

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á netfanginu: ragnar@awarego.com eða hringja í síma 899 4370

Dæmi um myndbönd:

Öryggismál sem myndböndin fjalla um eru eftirfarandi:

Yfirmannasvikapóstar
Keðjubréf
Hreint skrifborð
Ruslaköfun
Þráðlaust net
Einkamiðlar
Þráðlaus heimanet
HTTPS
Njósnabúðnaður
Óværur
Umgengni lykilorða
Lykilorð

Svikatölvupóstar
Sprettigluggar
Útprentuð trúnaðargögn
USB lyklar
Vinskapur
Uppsetning hugbúnaðar
Veiðipóstar
Njósnahugbúðnaður
Öryggi vinnustaðar
Hugsaðu tvisvar
USB áhættur
Gægjur

Fleiri myndbönd eru í framleiðslu og má gera ráð fyrir að við bætist 1-2 vídeó á mánuði.

Virkni öryggisfræðslu

Úttekt frá Aberdeen Group sem segir að kostnaður vegna öryggistilvika lækkar að jafnaði um 55-60% ef regluleg öryggisvitundarfræðsla er keyrð innan fyrirtækja.

Það er erfitt að meta raunverulegan kostnað við öryggisinnbrot hjá fyrirtækjum. ITSP birti áhugaverða grein þar sem farið er yfir áhrif öryggisbrota á vöxt fyrirtækja á markaði:

“In the long term, share prices continue to rise on average, but at a much slower pace. We saw a 45.6% increase in share price during three years prior to breach, and only 14.8% growth in the three years after. Daily volatility was about the same for both periods.”

“Breached companies tend to underperform the NASDAQ. They recover to the index’s performance level after 38 days on average, but after three years the NASDAQ ultimately outperforms them by a margin of over 40 percent”

https://itspmagazine.com/from-the-newsroom/a-cyber-attack-costs-a-lot-more-than-you-think

Payments available